Zack (Ísland) Kallentoft Lutteman


Fjórar asískar konur eru myrtar í Stokkhólmi og sú fimmta finnst limlest fyrir utan sjúkrahús í borginni. Hún virðist hafa orðið fyrir árás einhvers konar villidýrs. Allar unnu þær á sömu nuddstofunni. Zack er ungur rannsóknarlögreglumaður sem á sér skuggalega fortíð og lifir tvöföldu lífi. Á næturnar stundar hann næturklúbbana og neytir eiturlyfja með þeim sem hann ætti að koma bak við lás og slá. Rannsókn málsins á hug hans allan og spurningarnar hrannast upp. Snýst þetta um kvenhatur, rasisma eða mansal? Eitt er þó víst, að fleiri konur munu deyja takist honum ekki að finna morðingjann í tæka tíð.

Zack er fyrsti hlutinn í Herkúlesarseríunni, sem tvíeykið Mons Kallentoft og Markus Lutteman skrifa í sameiningu. Bækurnar byggjast lauslega á goðsögninni um Herkúles og hetjudáðir hans, en þær fléttast smám saman inn í söguna samtímis sem lesendur fá að fylgjast með lögreglumanninum Zack og glímu hans við skuggaleg öfl í undirheimum Stokkhólms.

Mons Kallentoft er einn dáðasti rithöfundur Svía um þessar mundir og hafa bækur hans verið gefnar út víða um heim. Zack er fyrsti hlutinn í Herkúlesarseríunni, sem tvíeykið Kallentoft og hinn virti rithöfundur Markus Lutteman skrifa í sameiningu. Bækurnar byggjast lauslega á goðsögninni um Herkúles og hetjudáðir hans, en þær fléttast smám saman inn í söguna samtímis sem lesendur fá að fylgjast með lögreglumanninum Zack og glímu hans við skuggaleg öfl í undirheimum Stokkhólms.

„Hörkuspennandi, vel skrifuð og svolítið nöturleg á köflum."
Lotta Olsson, DN

„Ótrúleg spenna. Ótrúlegur hraði. Vel skrifuð."
Magnus Utvik, Gomorron Sverige, Svt.

Sigurður Þór Salvarsson þýddi.