Vitisfnykur (Island) Kallentoft

Malin Fors hefur yfirgefið Linköping og sest að í Bangkok í Taílandi þar sem hún gegnir tímabundnu starfi á vegum sænsku lögreglunnar. Drykkja hennar hafði keyrt um þverbak vegna óreiðu í einkalífinu og máls sem henni tókst ekki að leysa.


Einsemdin þjakar hana og freistingar eru á hverju götuhorni. En eins og jafnan finnur hún sálarró í vinnunni. Sænsk kona er myrt með hrottafengnum hætti í Bangkok. Hver er hún? Hvert er samband hennar við Taílendinginn sem virðist vera næsta fórnarlamb? Tengjast morðin ef til vill atburðum í fortíðinni?


Mons Kallentoft er einn af þekktustu rithöfundum Svíþjóðar. Ritröð hans um Malin Fors, lögregluforingja í Linköping, hefur notið mikilla vinsælda víða um lönd. Brennuvargar er níunda bókin um Malin Fors en hinar átta — Sumardauðinn, Haustfórn, Vetrarblóð, Vorlík, Fimmta árstíðin, Englar vatnsins, Sálir vindsins og Moldrok — hafa selst í milljónum eintaka.


„Kallentoft hefur sjaldan skrifað af jafn mikilli innlifun. Afar áhrifarík bók, mögnuð spenna og lifandi persónusköpun.“  – Upsala Nya Tidning


„Æsispennandi og djúphugsuð saga sem vekur upp margar forvitnilegar spurningar.“ – DAST Magazine


„Enginn tekur Mons Kallentoft fram í því að byggja upp spennu ... Og ef maður hefur komið til Bangkok upplifir maður á ný svitann, lyktina og hávaðann. Dásamlegt!“ – Skareborgs Allehanda


„Svona eiga glæpasögur að vera!“ – Ölandsbladet