Vetrarblóð (Ísland)


Það er grimmdarfrost – kaldasti febrúar í manna minnum. Lík manns finnst hangandi í stöku eikartré á vindbarinni sléttu á Östergötlandi. Ummerkin á vettvangi minna á ævaforna heiðna fórnarsiði. Malin Fors, ungri lögreglukonu og einstæðri móður sem glímir við erfið vandamál í einkalífinu, er falið að rannsaka málið. Ásamt félögum sínum í lögreglunni í Linköping þarf hún að komast að því hver hinn látni er og af hverju hann endaði líf sitt hangandi í tré. Jafnframt þurfa þau að feta ískalda slóð morðinga – vegferð sem leiðir Malin Fors á vit myrkustu afkima mannlegs eðlis.


Mons Kallentoft (f. 1968) hlaut Kapalutverðlaunin, verðlaun sænska rithöfundasambandsins fyrir bestu frumraun höfundar árið 2000, fyrir fyrstu skáldsögu sína, Pesetas. Hróður hans sem eins athyglisverðasta unga rithöfundarins í Svíþjóð jókst enn með næstu bókum. Þegar Vetrarblóð, fyrsta glæpasaga Kallentofts, kom út árið 2007 ætlaði allt um koll að keyra og bækurnar um Malin Fors njóta mikillar velgengni.


VETRARBLÓÐ kemur út þann 19 apríl.

Höfundur: Mons Kallentoft
Útgáfuár: 2010
Band: Kilja
Þýðandi: Hjalti Rögnvaldsson.„Ef þú ætlar að lesa eina bók í sumar – lestu Vetrarblóð eftir Mons Kallentoft."
Magnus Utvik, Sveriges Television

„Hér er enginn hikandi nýgræðingur að stíga fram á glæpasagnasviðið. Mons Kallentoft skrifar kraftmikinn texta og veit að hann er að segja góða sögu . . . Fyrstu kynni af Malin Fors eru mjög áhugaverð."
Borås Tidning