Sumardauðinn (Ísland)


Á heitasta sumri í manna minnum eru íbúar Linköping þjakaðir af kæfandi svækjunni og hvæsandi skógareldum.
   Stúlka á táningsaldri – sem man ekkert hvað gerðist – finnst nakin og blóðug í almenningsgarði. Niðri á ströndinni kemur annar óhugnaður í ljós og það rennur upp fyrir Malin Fors að hitabylgjan er ekki helsta áhyggjuefnið – einkum þar sem dóttir hennar sjálfrar er á sama viðkæma aldrinum og fórnarlömbin tvö.

Sumardauðinn, önnur bókin um Malin Fors, segir áhrifamikla sögu af gæfulausri ást og kolsvartri illsku – og skelfingunni þegar ógnin beinist að því sem Malin Fors stendur hjarta næst... 


Mons Kallentoft (f. 1968) hlaut Kapalutverðlaunin, verðlaun sænska rithöfundasambandsins fyrir bestu frumraun höfundar árið 2000, fyrir fyrstu skáldsögu sína, Pesetas. Hróður hans sem eins athyglisverðasta unga rithöfundarins í Svíþjóð jókst enn með næstu bókum. Þegar Vetrarblóð, fyrsta glæpasaga Kallentofts, kom út árið 2007 ætlaði allt um koll að keyra og bækurnar um Malin Fors njóta mikillar velgengni.